HÁSKÓLI ÍSLANDS Námsbraut í eðlisfræði
Raunvísindadeild Eðlisfræði 2
Skráning í hópa og á ákveðnar tilraunir fer fram í stofu VR-I-110 fimmtudaginn 9. janúar. Nemendum hefur verið grófraðað í hópa. Röðunin er birt á þessum lista. Listinn liggur einnig frammi í VR-I. Til að tryggja pláss í verklega hlutanum þurfa nemendur að staðfesta þessa skráningu eða semja um breytingu og fá úthlutað kóða sem tilgreinir einstaklingsbundna röð tilrauna og tímasetningu. Komist nemandi ekki til skráningar verður hann að hafa samband við umsjónarmann verklegu æfinganna Ara Ólafsson (ario@hi.is) hið snarasta.
Í seinni hlutanum eru tvær 3ja stunda æfingar úr rafsegulfræði, sem ekki verða metnar til einkunna.
Fyrstu hópar byrja æfingarnar þriðjudaginn 14. janúar og mæta nemendur
aðra hverja viku í tilraunatíma. Þessar æfingar fjalla um:
Nemendur skila kennara vinnubók eftir hverja tilraun, innan viku frá framkvæmd hennar. Í vinnubókinni skulu vera einfaldar skýringamyndir af uppstillingu og framkvæmd tilraunar, skilgreining á mældum stærðum, frumgögn, töflur, líkönum til túlkunar á gögnum stillt upp og gröf sem lýsa mæligögnum, og túlkun þessara gagna ásamt samanburði við reiknilíkön þar sem það á við. Kennara ber að skila vinnubókinni aftur viku seinna með umsögn, athugasemdum og leiðbeiningum um það sem betur má fara. Ef kennari dæmir vinnubók of lélega skal nemandinn endurtaka úrvinnslu gagna í nýrri vinnubók. Þar sem nokkuð getur dregist fram í tilraunatímann að afhenda allar vinnubækur skulu nemendur hafa bækur til skiptanna.
Samstarfsmenn um tilraun mega skila sameiginlegri vinnubók ef þeim þykir henta.
Að loknum öllum stærri tilraununum skilar hver nemandi í R-hópnum fullunninni formlegri lokaskýrslu um einhverja þessara fjögurra tilrauna. Nemendur sem unnu saman að tilraun mega ekki báðir skila skýrslu um sömu tilraun. Skilafrestur skýrslu er 30. mars. Öllum vinnubókum þarf að skila inn með skýrslunni vegna samræmingar á einkunnagjöf milli kennara. Lokaskýrslan vegur á við tvær vinnubækur í einkunn hjá R-hópnum en vinnubækurnar einar mynda verklega einkunn hjá V-hópnum. Verklega einkunnin vegur 25% í lokaeinkunn fyrir námskeiðið hjá V-hópnum.
Tilraunirnar í rafsegulfræði í seinni hlutanum eru viðaminni. Þær fjalla
um Hall-hrif og segulsvið í spólu.
Sömu reglur gilda um vinnubækur fyrir þessar tilraunir en ekki verður gefin
önnur einkunn fyrir þær en staðið eða ekki staðið.
Fyrsti hópurinn hefur þennan þátt 12. mars.
Skilyrði fyrir próftökurétti í Eðlisfræði 2V er að nemandi
hafi lokið öllum æfingum sem fylgja hans námskeiðsútgáfu á
fullnægjandi hátt. Nemendur í R-hópnum þurfa að klára allar 6 tilraunirnar
og skila inn vinnubókum fyrir þær ásamt einni lokaskýrslu til þess að fá
einkunn fyrir námskeiðið.